Viðskipti erlent

Tekjuhæstu ungstjörnur veraldar

Adele, sátt með sinn hlut.
Adele, sátt með sinn hlut. mynd/AFP
Breska söngkonan Adele þénaði rúmlega 35 milljónir dollara á síðasta ári, eða það sem nemur 4.5 milljörðum króna. Adele er þó aðeins hálfdrættingur á við við launahæstu ungstjörnu veraldar.

Það var tímaritið Forbes sem tók saman tölurnar. Reiknaðar voru tekjur af miðasölu, kvikmynda- og auglýsingasamningar og plötusölu. Aðeins voru teknar saman tekjur stjarna sem eru á þrítugsaldri.

Adele, sem er 24 ára gömul, er í sjötta sæti á listanum. Söngkonan Taylor Swift er efst á listanum en hún þénaði 57 milljónir dollara á síðasta ári eða um 7.3 milljarða króna.

Næst á eftir Swift kemur Justin nokkur Bieber með 55 milljónir dollara. Twilight-stjörnurnar Kristen Stewart og Robert Pattinson eru síðan í sjöunda og tíuna sæti með 34 milljónir dollara og 26.5 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×