Viðskipti erlent

Fasteignabóla ógnar norska hagkerfinu

Vaxandi fasteignabóla er orðin ógn við efnahagsstöðugleikann í Noregi. Norðmenn hafa ekki tekið fleiri lán til íbúðakaupa síðan árið 2008.

Á tímabilinu frá maí í fyrra til maí í ár juku Norðmenn lán með veði í fasteignum sínum um 9,7% eða um 147 milljarða norskra króna eða um rúmlega 3.000 milljarða króna. Sú upphæð slagar átt í tvöfalda landsframleiðslu Íslands. Aukning sem þessi hefur ekki sést síðan fyrir árið 2008.

Í umfjöllun Aftenposten um málið er haft eftir hagfræðingnum Björn Roger Wilhelmsen að þessi aukning sýni að norski fasteignamarkaðurinn sé að ofhitna og skapi þar með hættu fyrir norska hagkerfið.

Fram kemur í Aftenposten að skuldir norskra heimila séu nú að meðaltali tvöfalt hærri en nemur hreinum árlegum tekjum þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×