Viðskipti erlent

Sikiley rambar á barmi gjaldþrots

Ítalska eyjan Sikiley rambar nú á barmi gjaldþrots. Ef stjórnvöld á Ítalíu grípa ekki inn í og reyna að koma skikki á gerspillt og lítt virkt stjórnkerfi Sikileyjar lendir eyjan í greiðslustöðvun í náinni framtíð.

Þetta kemur fram í Financial Times en þar segir að skuldir Sikileyjar, sem er sjálfstjórnarsvæði, nemi nú samtals 5,3 milljörðum evra eða nær 900 milljörðum króna.

Það verður erfitt fyrir Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu að taka til á Sikiley. Mafían ræður þar lögum og lofum. Þannig afplánar fyrrum ríkisstjóri eyjarinnar nú 7 ára fangelsisdóm vegna mafíutengsla og núverandi ríkisstjóri sætir lögreglurannsókn af sömu sökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×