Viðskipti erlent

Velgengni Google heldur áfram

Ársfjórðungsuppgjör tæknirisans Google var kynnt í dag. Í uppgjörinu kemur fram að hagnaður sem og sölutekjur jukust þó nokkuð á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Nettó tekjur fyrirtækisins á ársfjórðungnum námu 2.79 milljörum dollara eða það sem nemur tæpum 349 milljörðum króna. Er þetta 11 prósent hærri tekjur en á sama tíma á síðasta ári.

Þá jukust sölutekjur um 35 prósent og námu 12.2 milljarði dala eða 1.526 milljörðum íslenskra króna.

Hlutabréf í Google hækkuðu um þrjú prósent eftir að uppgjörið var kynnt í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×