Viðskipti erlent

Apple greiðir 7,5 milljarð króna

mynd/afp
Apple borgar 7,5 milljarð króna til að sætta mál í Kína um eignarétt á iPad vörumerkinu.

Apple heldur því fram að þeir hafi keypt nafnið frá Shenzhen Proview Technology árið 2009. Kínverskir dómstólar úrskurðuðu í desember að Proview ættu ennþá nafnið í Kína.

Kína er næststærsti markaður iPad á eftir Bandaríkjunum.

Xie Xianghui, lögfræðingur Proview, segir að fyrirtækið hafi vonast eftir hærri upphæð en fundið fyrir þrýstingi að semja til þess að geta borgað skuldir fyrirtækisins.

Öll framleiðsla á iPad fer fram í Kína í Foxconn Technologies Group sem hefur fleiri en milljón starfsmenn í verksmiðjum sínum.

Apple lenti í svipuðum vandræðum í samskiptum við Cisco Systems áður en þau gáfu út iPhone símann árið 2007.



Computerworld segir frá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×