Viðskipti erlent

Nýr iPad á markað

Apple hyggst gefa út smærri útgáfu af iPad. Nýjungin getur orðið mikil samkeppni fyrir Kindle Fire og Nexus 7, nýju spjaldtölvuna frá Google sem var kynnt í San Fransisco í síðustu viku.

Talið er að tölvan verði kynnt þegar nýjasta útgáfa iPhone kemur á markað í október síðar á árinu.

Mikil samkeppni ríkir á markaði spjaldtölva. Um 60% spjaldtölva í umferð eru frá Apple. Aðrir framleiðendur eru Google og Amazon. Microsoft hyggst einnig setja á markað nýja spjaldtölvu í október sem heitir Surface.

Talið er að erfitt verði að keppa við ódýrari útgáfu af iPad og nú þegar hafa yfir 225 þúsund smáforrit (app) verið hönnuð sérstaklega fyrir núverandi iPad.



Hér má sjá umfjöllum Telegraph um málið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×