Viðskipti erlent

Forsætisráðherra Frakklands ætlar að skattleggja auðuga

BBI skrifar
Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakklands, og Francois Hollande, forseti.
Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakklands, og Francois Hollande, forseti. Mynd/AFP
Nú stendur til að leggja aukna skatta á auðugt fólk og stór fyrirtæki í Frakklandi. Reynt verður að verja hina efnaminni sagði forsætisráðherra Frakklands í þingræðu í gær.

Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakklands, sagði að ríkisstjórnin myndi standa við fyrirheit nýkjörins frakklandsforseta, Francois Hollande, um að halli í fjárlögum verði 3% af vergri landsframleiðslu á næsta ári og fyllilega þurrkaður út fyrir árið 2017.

Til þess þarf að spara 33 milljarða evra á næsta ári og því sjá Frakkar fram á mikinn niðurskurð í ríkisfjárlögum. Ayrault forsætisráðherra gat ekki gefið nákvæmar lýsingar á því í gær en hét því fram að efnaminni stéttum landsins yrði hlíft.

Hann staðfesti loforð Hollande um 75% jaðarskatt á fólk sem er með yfir eina milljón evra í tekjur. Frekari upplýsingar um skattastefnu franskra stjórnvalda verða kynntar á næstu dögum.

Fjallað var um málið í The Financial Times í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×