Kínverjar byggja draugaborg í Angóla 5. júlí 2012 06:40 Draugaborgir eru þekkt fyrirbrigði í Kína en nú hafa Kínverjar byggt eina slíka í Angóla í Afríku. Borgin sem hér um ræðir heitir Kilamba og er á stærð við Osló höfuðborg Noregs. Það kostaði um 3,5 milljarða dollara eða vel yfir 400 milljarða króna að byggja hana. Vandamálið er að enginn íbúi er enn fluttur inn. Það stafar af því að borgin er ætluð fyrir miðstéttarfólk en slíkt fólk finnst varla í Angóla. Megnið af íbúum landsins lifa langt undir fátæktarmörkum eða á því sem, svarar til 250 króna á dag. Nýju íbúðirnar í Kilamba kosta á bilinu 15 til 24 milljónir króna sem eru stjarnfræðilegar upphæðir fyrir almenning í Angóla. Það var byggingafyrirtæki í eigu hins opinbera í Kína sem byggði borgina en Angóla sér Kína fyrir stórum hluta af hráolíu þeirri sem Kínverjar nota. Bygging hennar er liður í áætlunum forseta landsins að byggja milljón nýjar íbúðir í landinu á fjórum árum. Forsetinn mun enn telja að þær áætlanir gangi vel að því er segir í umfjöllun BBC um þetta mál. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Draugaborgir eru þekkt fyrirbrigði í Kína en nú hafa Kínverjar byggt eina slíka í Angóla í Afríku. Borgin sem hér um ræðir heitir Kilamba og er á stærð við Osló höfuðborg Noregs. Það kostaði um 3,5 milljarða dollara eða vel yfir 400 milljarða króna að byggja hana. Vandamálið er að enginn íbúi er enn fluttur inn. Það stafar af því að borgin er ætluð fyrir miðstéttarfólk en slíkt fólk finnst varla í Angóla. Megnið af íbúum landsins lifa langt undir fátæktarmörkum eða á því sem, svarar til 250 króna á dag. Nýju íbúðirnar í Kilamba kosta á bilinu 15 til 24 milljónir króna sem eru stjarnfræðilegar upphæðir fyrir almenning í Angóla. Það var byggingafyrirtæki í eigu hins opinbera í Kína sem byggði borgina en Angóla sér Kína fyrir stórum hluta af hráolíu þeirri sem Kínverjar nota. Bygging hennar er liður í áætlunum forseta landsins að byggja milljón nýjar íbúðir í landinu á fjórum árum. Forsetinn mun enn telja að þær áætlanir gangi vel að því er segir í umfjöllun BBC um þetta mál.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira