Viðskipti erlent

Yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit í ESB

Seðlabanki Evrópu fær auknar valdheimildir með eins konar yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti yfir bönkum í ríkjunum sautján á evrusvæðinu, en það var meðal þess sem ákveðið var á fundi leiðtoga evruríkjanna í Brussel í dag. Um er að ræða stórt skref í átt til sérstaks bankabandalags evruríkjanna. Þá var samþykkt að veita 100 milljarða evra í endurfjármögnun spænskra banka, en peningarnir verða ekki veittir fyrr en hinu evrópska fjármálaeftirliti hefur formlega verið komið á laggirnar. Markaðir brugðust vel við tíðindunum og gengi evru gagnvart dollar styrktist eftir að tilkynnt var um áformin í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×