Viðskipti erlent

Spánn stærsta ríkið sem óskar aðstoðar

Spánn er fjórða ríkið á evrusvæðinu sem óskar eftir fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu, en jafnframt stærsta ríkið sem biður um slíka aðstoð.

Luis De Guindos, fjármálaráðherra Spánar, tilkynnti á blaðamannafundi í Madríd síðdegis í gær að Evrópusambandið myndi veita Spáni 100 milljarða evra lán, jafnvirði 12.900 milljarða króna.

Niðurstaðan lá fyrir eftir símafund fjármálaráðherra ríkjanna á evrusvæðinu, en í marga daga á undan höfðu viðræður staðið yfir milli embættismanna. Samhliða þessu láni hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið beðinn um að vera sérstakur eftirlitsaðili með því hvernig fjárhagsaðstoðin verður útfærð.

Ólíkt Grikklandi, Írlandi og Portúgal mun Spánn hins vegar ekki þurfa að undirgangast sérstaka efnahagsáætlun í samstarfi við sjóðinn.


Tengdar fréttir

Spánverjar óska eftir neyðaraðstoð

Spánn hefur óskað eftir neyðaraðstoð vegna spænskra banka. Þetta gaf fjármálaráðherra Spánar upp eftir að fjármálaráðherrar Evrópusambandsins héldu neyðarfund í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×