Viðskipti erlent

Markaðir í uppsveiflu, evran styrkist og olíuverð hækkar

Markaðir hafa tekið vel í 100 milljarða evru neyðaraðstoð Evrópusambandsins til handa spænskum bönkum sem samþykkt var um helgina.

Evran hefur styrkst um 1% gagnvart dollaranum, hlutabréfavísitölur bæði í Japan og Hong Kong hækkuðu um 2% í nótt og töluverðar hækkanir hafa verið á hrávörum. Þannig hefur heimsmarkaðsverð á olíu hækkað um 2% og er tunnan af Brent olíunni komin í rúmlega 101 dollara.

Þá hafa helstu markaðir í Evrópu verið í töluverðri uppsveiflu í morgun, bæði Dax vísitalan í Frankfurt og Cac 40 vísitalan í París hafa hækkað um 2% og FTSE vísitalan í London um rúmlega 1,5%.

Sérfræðingar segja að aðstoðin við spænsku bankana muni gefa ráðamönnum ESB tíma til að leysa önnur vandamál sem hrjáð hafa evrusvæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×