Viðskipti erlent

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Spánar um þrjú stig

Enn bætist við hremmingar Spánverja en matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Spánar um þrjú stig.

Er einkunnin nú aðeins einu stigi frá ruslflokki eins og einkunn Íslands hjá matsfyrirtækinu eða Baa3.

Þessi ákvörðun kemur aðeins nokkrum dögum eftir að Spánn fékk 100 milljarða evra lán til að bjarga bankakerfi sínu.

Moody´s segir m.a. að þetta lán muni auka verulega á skuldabyrði Spánar og hafa þær afleiðingar að Spánverjar muni eiga í enn meiri erfiðleikum með að afla sér lánsfjár á almennum mörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×