Viðskipti erlent

Ekkert samkomulag hjá OPEC, olíuverðið lækkar áfram

Olíumálaráðherrar OPEC samtakanna náðu ekki samkomulagi um að draga úr olíuframleiðslu sinni á árlegum fundi samtakana í Vín sem lauk í gærdag. Því er reiknað með að olíuverðið haldi áfram að lækka.

Þess í stað var skorað á Saudi araba að draga úr framleiðslu sinni niður í 30 milljónir tunna á dag til þess að reyna að halda olíuverðinu í um 100 dollurum á tunnuna. Án samkomulags um að draga úr framleiðslunni er það verð óraunhæft miðað við stöðu efnahagsmála á Vesturlöndunum.

Tunnan af Brent olíunni stendur í tæpum 98 dollurum þessa stundina. Verð hennar hefur lækkað um 30 dollara síðan það náði hámarki í mars í ár.

Í ítarlegri umfjöllun um fund OPEC á Reuters kemur fram að samtökin skiptist í hauka og dúfur. Til haukana teljast m.a. Venesúela og Íran og þeir vilja halda olíuverðinu háu með takmörkunum á framleiðslunni. Saudi arabar eru hinsvegar í dúfnahópnum og þeir vilja halda olíuverðinu niðri þar sem ekki sé bætandi á bágborið efnahagsástand Vesturlandanna.

Sérfræðingar segja að á meðan Saudi arabar hafi þessa afstöðu muni heimsmarkaðsverð á olíu halda áfram að lækka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×