Viðskipti erlent

Spænskir vextir rufu 7% múrinn í morgun

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til tíu ára fóru yfir 7% markið í morgun og standa nú í 7,125%. Undanfarna daga hafa þessir vextir dansað rétt undir 7% mörkunum.

Ef vextir á ríkisskuldabréfum fara yfir 7% eru skuldir viðkomandi ríkis taldar ósjálfbærar og þegar þetta gerðist hjá Grikklandi, Írlandi og Portúgal leituðu þessar þjóðir á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Spánn nýtur því ekki góðs af úrslitum þingkosninganna í Grikklandi en markaðir hafa almennt verið í uppsveiflu frá því í nótt og frameftir morgninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×