Viðskipti erlent

Fjármagnsflóttinn frá Spáni nam 11.000 milljörðum í maí

Spánverjar hafa sent tugi milljarða evra úr landi á undanförnum mánuði vegna ótta um að bankakerfi landsins sé að hruni komið.

Nettó útstreymi af fjármagni nam yfir 66 milljörðum evra í apríl eða sem svarar til 11.000 milljarða króna að því er segir í frétt um málið á Reuters.

Þetta er mesta útstreymi á fjármagni frá Spáni frá því að mælingar á slíku hófust en til samanburðar var útstreymið aðeins rúmlega 5 milljarðar evra í apríl í fyrra.

Miklar vangaveltur hafa verið síðustu daga um að Spánn ætli sér að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna ástandsins en bæði sjóðurinn og spænsk stjórnvöld segja slíkt ekki í kortunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×