Viðskipti erlent

Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu frá því mælingar hófust

Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist nú 11% og hefur ekki verið meira síðan að mælingar á því hófust árið 1995.

Þetta þýðir að um 17,4 milljónir manna eru atvinnulausir á svæðinu. Atvinnuleysið er mest á Spáni eða 24,3% en minnst í Austurríki eða 3,9% og hefur atvinnuleysið þar raunar farið minnkandi á undanförnum mánuðum.

Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur einnig lækkað lítllega og mælist 5,4%. Bæði í Frakklandi og á Ítalíu hinsvegar er atvinnuleysið komið yfir 10%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×