Viðskipti erlent

Röskun á þjónustu Facebook

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
mynd/AP
Röskun varð á þjónustu samskiptamiðilsins Facebook í dag. Fjöldi fólks hafði ekki aðgang að gögnum sínum í allt að tvær klukkustundir.

Notendur síðunnar tilkynntu um bilunina snemma í morgun. Svo virðist sem að síðan hafi ekki hlaðist upp að fullu og í nokkrum tilvikum reyndist ómögulegt að opna síðuna yfir höfuð.

Facebook hefur beðist afsökunar á biluninni en hefur þó ekki viljað gefa upp hvað olli henni. Þá hafa forritarar Facebook leitt málið til lykta og er síðan komin í samt horf.

Eðlilega vakti bilunin mikla athygli, enda er Facebook stærsti samskiptamiðill veraldar. Fjölda notenda þustu á aðrar samskiptasíður og lýstu yfir óánægju sinni.

Mark Zuckerberg, annar stofnandi Facebook og stjórnarformaður, hefur ávallt lagt mikla áherslu á áreiðanleika. Bilunin þykir því afar vandræðaleg fyrir síðuna sem nú þegar þarf að takast á við misheppnað hlutafjárútboð á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×