Viðskipti erlent

Kortakerfi í Danmörku liggur niðri um allt landið

Greiðslukortakerfi Danmerkur liggur niðri um allt landið í augnablikinu vegna bilunar í kerfinu.

Um er að ræða svokölluð Dankort sem eru þau greiðslukort sem flestir Danir nota í dag. Í dönskum fjölmiðlum segir að unnið sé að því að finna bilunina en það gæti tekið einhvern tíma. Á meðan eru Danir hvattir til að taka með sér reiðufé að heimann þegar þeir halda til vinnu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×