Viðskipti erlent

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn sex þýskra banka

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn sex þýskra banka um eitt stig þar á meðal Commerzbank sem er næststærsti banki landsins. Lánshæfismat stærsta bankans, Deutsche Bank, er hinsvegar óbreytt áfram.

Í áliti Moody´s um þessa ákvörðun segir að lækkunin á lánshæfiseinkunninni sé tilkomin sökum vandamálanna á evrusvæðinu og að þessir sex bankar hafi takmarkað svigrúm til að bregðast við þeim vandamálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×