Viðskipti erlent

Vogunarsjóðir setja met í veðmálum gegn evrunni

Vogunarsjóðir taka nú veðmál gegn evrunni sem aldrei fyrr með því að skortselja hana.

Slík skortsala setti met í síðustu viku maímánaðar að því er segir í frétt um málið á CNNMoney. Í þeirri viku eyddu vogunarsjóðir 36 milljörðum dollara í veðmál að evran myndi áfram falla í verði. Hinsvegar voru aðeins 11,8 milljarðar dollarar notaðir í veðmál um að evran myndi styrkjast.

Frá því í apríl hefur evran fallið um 7% og samkvæmt CNNMoney er gert ráð fyrir að hún muni áfram falla í verði vegna vandamálanna á evrusvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×