Viðskipti erlent

Spánverjar óska eftir neyðaraðstoð

BBI skrifar
Spánn óskaði rétt í þessu eftir neyðaraðstoð vegna spænskra banka. Þetta gaf fjármálaráðherra Spánar upp eftir að fjármálaráðherrar Evrópusambandsins héldu neyðarfund í dag.

Spánn óskar því eftir neyðarlánum en ekki hefur komið fram um hve háa fjárhæð er að ræða. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nefnt töluna 6.500 milljarða króna í þessu samhengi. Fjármálaráðherra Spánar sagði í dag að upphæðin gæti orðið „töluvert" hærri.

Spánn er fjórða evruríkið sem óskar eftir neyðaraðstoð.


Tengdar fréttir

Liggur á að leysa vanda Spánar

Það liggur á að leysa vandamál Spánar miðað við orð Jean-Claude Juncker, sem stýrir fundum fjármálaráðherra Evrópusambandsins (ESB). Talið er að stjórnvöld í Brussel og Þýskalandi vilji afgreiða vandamál Spánar fyrir þingkosningar sem fara fram í Grikklandi 17. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×