Hrun á markaðsvirði Facebook - allra augu á Morgan Stanley Magnús Halldórsson skrifar 21. maí 2012 20:30 Notendur Facebook á heimsvísu eru nú yfir 900 milljónir. Augu fjárfesta í Bandaríkjunum beinast nú að Morgan Stanley, helsta viðskiptabanka Facebook, en markaðsvirði Facebook hefur verið í frjálsu falli í dag. „Skráningarverðið hefði átt að vera helmingurinn af því sem það var," segir Michael Pachter, greinandi hjá fyrirtækinu Wedbush Securites, í viðtali við Wall Street Journal. Forvarsmenn Morgan Stanley hafa ekkert tjáð sig um þróunina á hlutabréfamörkuðum í dag, en áhyggjur fjárfesta beinast öðru fremur að því að verðmöt á fyrirtækinu hafi tekið mið af óskhyggju þeirra sem voru hluthafar fyrir skráningu, fremur en eðlilegu mati á rekstri fyrirtækisins. Reksturinn hefur þó ekki verið þungur, síður en svo. Í fyrra hagnaðist Facebook um ríflega einn milljarða dala, en heildartekjur námu um 3,2 milljörðum dala, sem jafngildir um 403 milljörðum króna. Markaðsvirðið við skráningu nam hinsvegar ríflega 104 milljörðum dala, eða sem nemur meira en hundraðföldum árlegum hagnaði. Markaðsvirði Facebook er nú ríflega 85 milljarðar dala, en gengi félagsins lækkaði um ríflega 11 prósent í dag, á meðan Nasdaq vísitalan hækkaði skarplega, eða um 2,4 prósent. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Augu fjárfesta í Bandaríkjunum beinast nú að Morgan Stanley, helsta viðskiptabanka Facebook, en markaðsvirði Facebook hefur verið í frjálsu falli í dag. „Skráningarverðið hefði átt að vera helmingurinn af því sem það var," segir Michael Pachter, greinandi hjá fyrirtækinu Wedbush Securites, í viðtali við Wall Street Journal. Forvarsmenn Morgan Stanley hafa ekkert tjáð sig um þróunina á hlutabréfamörkuðum í dag, en áhyggjur fjárfesta beinast öðru fremur að því að verðmöt á fyrirtækinu hafi tekið mið af óskhyggju þeirra sem voru hluthafar fyrir skráningu, fremur en eðlilegu mati á rekstri fyrirtækisins. Reksturinn hefur þó ekki verið þungur, síður en svo. Í fyrra hagnaðist Facebook um ríflega einn milljarða dala, en heildartekjur námu um 3,2 milljörðum dala, sem jafngildir um 403 milljörðum króna. Markaðsvirðið við skráningu nam hinsvegar ríflega 104 milljörðum dala, eða sem nemur meira en hundraðföldum árlegum hagnaði. Markaðsvirði Facebook er nú ríflega 85 milljarðar dala, en gengi félagsins lækkaði um ríflega 11 prósent í dag, á meðan Nasdaq vísitalan hækkaði skarplega, eða um 2,4 prósent.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira