Viðskipti erlent

Google Chrome er vinsælasti vafri veraldar

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Chrome var kynntur í desember árið 2008.
Chrome var kynntur í desember árið 2008. mynd/AFP
Nýjustu netmælingar fyrirtækisins StatCounter gefa til kynna að Chrome, netvafri tæknirisans Google, sé nú vinsælasti vafri veraldar.

Síðustu misseri hefur hlutdeild Internet Explorer farið minnkandi en vafrinn, sem er hluti af hugbúnaðarpakka Microsoft, var lengi vel sá vinsælasti í netheimum.

Vinsældir Chrome hafa aftur á móti aukist jafnt og þétt frá því að hann var kynntur í desember árið 2008. Þá tók Chrome fram úr Internet Explorer í stuttan stund í mars á þessu ári.

Samkvæmt StatCounter eru þessar miklu vinsældir Chrome tengdar snjallsímanotkun en vafri Google er mikið notaður af þeim sem notast við Android-stýrikerfið sem einnig er framleitt af tæknirisanum.

Þá er heildarhlutdeild Chrome talin vera um 33 prósent.

Nýjustu tölur StatCounter sýna að fleiri notast við Chrome en Internet Explorer.mynd/StatCounter
Samkvæmt Aodhan Cullen, stjórnarformanni StatCounter, eru vinsældir Internet Explorer að mörgu leyti atvinnutengdar. Þannig er Internet Explorer oft á tíðum sjálfgefinn vafri á vinnustöðum.

„Um helgar, þegar fólk hefur frjálsar hendur um hvaða netvafra þau nota eru vinsældir Chrome margfalt meiri en Internet Explorer," segir Cullen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×