Viðskipti erlent

Dyr að opnast inn á stærsta farsímamarkað heims

Magnús Halldórsson skrifar
Snjallsímamarkaður í Kína er gríðarlega stór, og stækkar ört.
Snjallsímamarkaður í Kína er gríðarlega stór, og stækkar ört.
Markaðurinn fyrir smáforrit (App) í snjallsíma hefur stækkað ógnarhratt síðustu misseri, ekki síst í Asíu. Í Kína eru um einn milljarður farsímanotenda og er hlutdeild snjallsíma af þeim sífellt að stækka. Þetta gefur framleiðendum smáforrita mikil tækifæri á því að komast inn á markað sem annars er þekktur fyrir að vera með margvíslegar hindranir fyrir hugbúnaðarframleiðendur.

„Á næstu tólf mánuðum verða nýir snjallsímar á markaðnum líklega ríflega 200 milljónir. Við viljum vera á þessum símum,“ segir Alvin Wang, framkvæmdastjóri Guanxi.me, nýsköpunarfyrirtækis í Kína sem einblínir á snjallsímamarkað. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir hann vöxtinn í Kína vera ótrúlegan og í honum felist margvísleg tækifæri.

Umfjöllun BBC um snjallsímamarkaðinn í Kína má sjá hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×