Viðskipti erlent

Facebook með nýtt myndaforrit

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Facebook hefur ákveðið að fara af stað með nýtt myndaforrit fyrir snjallsíma sem kallast Camera. Forritið gerir notendum kleyft að taka myndir og deila þeim strax án þess að þurfa að hlaða upp einni mynd á hverjum tíma. Þessi nýi hugbúnaður þykir koma nokkuð á óvart því að forritið býður upp á svipaða möguleika og Instagram sem Facebook hefur ákveðið að kaupa á einn milljarð bandaríkjadala. Í fyrstu verður einungis hægt að nota Camera á Apple snjallsíma og spjaldtölvur. Í fréttatilkynningu frá Facebook er ekki tekið fram hvenær svoleiðis forrit mun fást fyrir Android eða önnur kerfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×