Tim Cook afþakkaði 75 milljónir dollara 26. maí 2012 23:30 Tim Cook, stjórnarformaður Apple. mynd/AP Tim Cook, stjórnarformaður Apple, afþakkaði 75 milljón dollara eða um 9.8 milljarða króna arðgreiðslu á dögunum. Þetta gerði hann ásamt öðrum starfsmönnum Apple sem eiga hlutbréf í fyrirtækinu. Apple á um 100 milljarða dollara eða um 13 þúsund milljarða króna í lausafé. Þessir gríðarlegu fjármunir eru bein afleiðing af ótrúlegri velgengni Apple á síðustu árum. Fyrir nokkru ákvað stjórn Apple að greiða út arð í fyrsta skipti í 17 ár. Fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Steve Jobs, var ávallt mótfallinn slíkum greiðslum. Þegar Cook tók við störfum var áherslunum þó breytt. Cook á 1.1 milljón hluti í Apple en um 935 milljón hlutir eru skráðir á markað. Markaðsvirði hluta Cook nemur tæpum 620 milljónum dala eða um 80 milljörðum íslenskra króna. Cook á þó fyrir salti í grautinn enda nema árslaun hans 900 þúsund dollurum eða um 116 milljónum króna. Þetta eru töluvert hærri laun en forveri hans, Steve Jobs, var með á ári en hann ákvað að hentug laun væru einn dollari eða tæpar 130 krónur. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tim Cook, stjórnarformaður Apple, afþakkaði 75 milljón dollara eða um 9.8 milljarða króna arðgreiðslu á dögunum. Þetta gerði hann ásamt öðrum starfsmönnum Apple sem eiga hlutbréf í fyrirtækinu. Apple á um 100 milljarða dollara eða um 13 þúsund milljarða króna í lausafé. Þessir gríðarlegu fjármunir eru bein afleiðing af ótrúlegri velgengni Apple á síðustu árum. Fyrir nokkru ákvað stjórn Apple að greiða út arð í fyrsta skipti í 17 ár. Fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Steve Jobs, var ávallt mótfallinn slíkum greiðslum. Þegar Cook tók við störfum var áherslunum þó breytt. Cook á 1.1 milljón hluti í Apple en um 935 milljón hlutir eru skráðir á markað. Markaðsvirði hluta Cook nemur tæpum 620 milljónum dala eða um 80 milljörðum íslenskra króna. Cook á þó fyrir salti í grautinn enda nema árslaun hans 900 þúsund dollurum eða um 116 milljónum króna. Þetta eru töluvert hærri laun en forveri hans, Steve Jobs, var með á ári en hann ákvað að hentug laun væru einn dollari eða tæpar 130 krónur.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira