Viðskipti erlent

Tekjur Google vaxa um 8,5 milljarða dala milli ára

Magnús Halldórsson skrifar
Larry Page, annar stofnenda Google.
Larry Page, annar stofnenda Google.
Hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Google átti góðu gengi að fagna á síðasta ári en tekjur fyrirtækisins uxu um ríflega 8,5 milljarða dala frá árinu 2010, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna. Heildartekjur voru 37,9 milljarðar dala í fyrra en árið 2010 námu þær 29,3 milljörðum dala. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu tekjurnar ríflega 10 milljörðum dala.

Sem fyrr eru auglýsingatekjur langsamlega umfangsmestar á tekjuhlið fyrirtækisins, eða um 97 prósent af öllum tekjum. Þetta er þó líklegt til þess að breytast á þessu ári þar sem Google vinnur að gerð nýrra snjallsíma í gegnum dótturfyrirtæki sitt, Motorola. Heildartekjur vegna auglýsinga í fyrra námu 36,5 milljörðum dala, eða sem nemur 4.600 milljörðum króna, en árið 2010 námu þær 28,2 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 3.500 milljörðum króna.

Sjá má nánari fjárhagsupplýsingar um stöðu mála hjá Google hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×