Viðskipti erlent

7-Eleven verslun opnar á tveggja klukkustunda fresti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
7-Eleven opnar nýja verslun á tveggja klukkustunda fresti.
7-Eleven opnar nýja verslun á tveggja klukkustunda fresti. mynd/afp.
Verslunarkeðjan 7-Eleven opnar nýja verslun á tveggja klukkustunda fresti. Engin önnur verslunarkeðja rekur fleiri verslanir en 7-Eleven, eftir því sem fram kemur á vef Huffington Post. Árið 2011 opnuðu 4600 verslanir en heildarfjöldi verslana er 46 þúsund.

Starfsemi 7-Eleven hófst árið 1927 í Dallas í Bandaríkjunum. Verslunarkeðjan rekur nú verslanir í 16 löndum í heiminum. Á næstunni er stefnan að herja meira á Asíumarkað. Verslanir verða meira en sjoppur. Um verður að ræða kaffihús og staði þar sem kúnnar geta borgað reikninga, sótt varning sem þeir hafa keypt á Netinu og fleira.

Flestir staðir verða opnaðir í Suður-Kóreu og Tælandi, en það verða líka opnaðir slíkir staðir í norður Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×