Viðskipti erlent

Smásala hrynur á Spáni

Magnús Halldórsson skrifar
Frá Spáni. Þar eru nú miklir erfiðleikar.
Frá Spáni. Þar eru nú miklir erfiðleikar.
Smásala á Spáni hrundi í aprílmánuði þessa árs miðað við sama mánuð í fyrra, en samkvæmt mælingum spænsku hagstofunnar féll smásala um 9,8 prósent milli ára. Það er mesta fall á smásölu síðan mælingar hagstofunnar hófust, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Fallið á smásölunni var mun meira en reiknað hafði verið með, en þetta var mánuður númer 22 í röðinni þar sem smásala dregst saman. Í mars dróst salan saman um 3,8 prósent, miðað við sama mánuð árið á undan.

Sjá má umfjöllun BBC um þetta efni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×