Viðskipti erlent

Formúlu-systur eyða 150 milljónum dala í hús

Magnús Halldórsson skrifar
Bernie Ecclestone sést hér með dætrum sínum tveimur, Tamöru og Petu Ecclestone. Þær hafa látið til sín taka að undanförnu þrátt fyrir ungan aldur.
Bernie Ecclestone sést hér með dætrum sínum tveimur, Tamöru og Petu Ecclestone. Þær hafa látið til sín taka að undanförnu þrátt fyrir ungan aldur.
Dætur Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra Formúlu 1 keppninnar, hafa farið mikinn að undanförnu í fasteignakaupum, að því er Wall Street Journal greindi frá á dögunum. Samtals hafa þær systur, Tamara og Petra, sem eru 27 og 24 ára, eytt um 150 milljónum dala, rétt um 18,9 milljörðum króna, í ný heimili.

Candace Jackson, blaðakona Wall Street Journal, segir viðskipti sem þessi hjá ríku ungu fólki vera að færast í vöxt þessi misserin, þ.e. að ungt fólk kaupir fasteignir á dýrum stöðum og gerir þær síðan upp eftir eigin höfði, fyrir milljónatugi í dölum talið.

Sjá má myndbandsumfjöllun Wall Street Journal um þessi viðskipti hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×