Viðskipti erlent

iTV er raunverulegt - Foxconn undirbýr verksmiðjur sínar

mynd/AP
Stjórnarformaður Foxconn, Terry Gou, hefur staðfest að fyrirtækið sé nú að undirbúa framleiðslulínur sína fyrir fjöldaframleiðslu á iTV sjónvarpstækinu sem Apple hefur þróað síðustu ár.

Greint var frá þessu í kínverska fréttamiðlinum China Daily í dag. Þar sagði Gou að framleiðslan væri á byrjunarstigi og að Foxconn hefði ekki frumgerð sjónvarpstækisins undir höndum.

Hann sagði að ytri grind sjónvarpsins yrði úr áli og að Siri, skipulagsforrit Apple yrði innifalið í því ásamt „Facetime" samskiptaforritinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem haldbærar fréttir berast af sjónvarpinu en lengi hefur verið vitað að Apple væri að þróa einhvers konar sjónvarpstæki.

Samkvæmt Gou mun sjónvarpið fara í almenna sölu seint á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×