Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli

Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu þessa stundina og hefur verðið verið í frjálsu falli frá því síðdegis í gærdag.

Tunnan af Brentolíunni er komin undir 115 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin í rúman 101 dollar. Þetta er um 3% lækkun frá því í gærdag hvað varðar báðar þessar helstu olíutegundir heimsins.

Frá því í morgun hefur Brent olían og léttolían lækkað um rúmt prósent, eftir 2% lækkun í gær, og heldur áfram að lækka.

Það eru einkum orð Mario Draghi seðlabankastjóra hjá Seðlabanka Evrópu sem valda þessum lækkunum en hann sagði m.a. í gærdag að óvissa væri framundan í efnahagsmálum evrusvæðisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×