Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaðir í mínus, evran fellur og olíuverð lækkar

Fyrstu afleiðingar kosningaútrslitanna í Frakklandi og Grikklandi voru að hlutabréfamarkaðir í Asíu tóku dýfu í nótt, evran veiktist og heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að falla.

Bæði Nikkei vísitalan í Japan og Hang Seng vísitalan í Hong Kong féllu um 2,5% í nótt. Evran féll einnig verulega gagnvart dollar framan af nóttu og var um tíma orðin veikari en hún hefur verið síðustu þrjá mánuði. Evran hefur hinsvegar rétt aðeins úr kútnum nú undir morgun.

Heimsmarkaðsverð á olíu féll um tæp 4% miðað við verðið á föstudag. Þannig er tunnan á bandarísku léttolíunni komin niður í 97 dollara og tunnan af Brent olíunni er komin niður í rúmlega 112 dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×