Viðskipti erlent

Skuldatryggingaálag Spánar tvöfalt hærra en Íslands

Töluverður skjálfti ríkir á fjármálamörkuðum í Evrópu þar sem að vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til tíu ára fóru yfir 6% markið í gær. Á sama tíma fór skuldatryggingaálag Spánar í 520 punkta og hefur ekki verið hærra í sögunni. Það er nú tvöfalt hærra en skuldatryggingaálag Íslands.

Allra augu munu beinast að útboði Spánverja á skuldabréfum til tveggja ára í dag en alls á að bjóða út bréf fyrir 3 milljarða evra.

Vextir sem eru á bilinu 6 til 7% þykja ósjálfbærir á ríkisskuldabréfum og þegar slíkt gerðist hjá Grikkjum, Írum og Portúgölum þuftu þessar þjóðir að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×