Viðskipti erlent

Guðfaðir 911 sportbílsins er látinn

Ferdinand Alexander Porsche, guðfaðir 911 sportbílsins frá Porsche og heiðursformaður stjórnar Porsche bílaframleiðandans, lést í gær í Salzburg í Austurríki. Hann var 76 ára. Þegar 911 sportbíllinn var kynntur árið 1963 með nýrri og straumlínulagaðri hönnun og stórum höfuðljósum þótti hann marka tímamót í hönnun sportbíla í heiminum.

Porsche var sonur Ferry Porsche, stofnanda fyrirtækisins, og barnabarn Ferdinand Porsche hönnuðar Volkswagen bjöllunnar sem markaði upphaf mikils ættarveldis í bílaiðnaðinum. Porsche er enn að framleiða 911 sportbílinn og var sjöunda útgáfa bílsins kynnt á bílasýningunni í Frankfurt í september í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×