Viðskipti erlent

Gjaldþrotameðferð Lehman Brothers er lokið

Gjaldþrotameðferð bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers er lokið. Reiknað er með að fyrstu greiðslur úr þrotabúinu verði í næsta mánuði og að um 65 milljarðar dollara, eða yfir 8.000 milljarðar króna, verði þá greiddir til kröfuhafa.

Gjaldþrot Lehman Brothers í september árið 2008 er talið marka upphaf þeirrar djúpu fjármálakreppu sem síðan skall á heiminn. Fyrir þann tíma var Lehman Brothers fjórði stærsti fjárfestingarbanki Bandaríkjanna með um 25.000 starfsmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×