Viðskipti erlent

Mesti viðskiptahalli í sögu Japans

Viðskiptahalli Japan reyndist yfir 2.100 milljarðar króna í janúar og hefur aldrei verið meiri í einstökum mánuði í sögu landsins.

Tölurnar benda til að Japan sé að lenda í vandræðum með afborganir af opinberum skuldum sínum. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð þar sem halli er á utanríkisviðskiptum Japana. Ástæðan fyrir þessu er einkum hækkandi olíuverð, veik eftirpurn eftir japönskum vörum og sterkt gengi japanska jensins.

Þá lék jarðskjálftinn og flóðbylgjan í Fukushima á síðasta ári japanskan iðnað grátt sem og stóran hluta af efnahagslífi landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×