Viðskipti erlent

Sláandi staðreyndir um samfélagslegan vanda Grikklands

Grikkland gengur nú í gegnum mestu efnahagserfiðleika í sögu landsins. Samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal, er það talið ráðast endanlega í dag, á fundi með hvort það tekst að afstýra gjaldþroti landsins.

Ríkisfjármálaáætlun fyrir landið hefur þegar verið samþykkt í gríska þinginu en með henni freistar landið þess að geta fengið 130 milljarða evra að láni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þess að afstýra gjaldþroti landsins.

Breska ríkisútvarpið tók í morgun saman nokkrar staðreyndir sem sýna mikla samfélagslega erfiðleika Grikklands.

Atvinnuleysi mælist 20,9 prósent.

Á meðal ungs fólks, á aldrinum 18 til 30 ára, er atvinnuleysið 48 prósent.

Heimilislausum hefur fjölgað um 25 prósent á þremur árum.

Tæplega 28 prósent Grikkja eru í hættu á því að lenda í hóp fátækra samkvæmt opinberri skilgreiningu.

Einn af hverjum fimm sem er í hópi fátækra hefur ekki efni á mat.

Fimm þúsund Grikkir hringdu í hjálparlínu þeirra sem eru í sjálfsvígshugleiðingum á árinu 2011, sem er tvöföldun frá metári 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×