Viðskipti erlent

Fundu stóran bleikan demant í Ástralíu

Fundist hefur bleikur demantur, tæplega 13 karöt að stærð, í Argyle námunni í Ástralíu. Þetta er stærsti bleiki demanturinn sem fundist hefur í Ástralíu en demantar með þessum lit eru afar sjaldgæfir.

Það er námu- og iðnaðarrisinn Rio Tinto sem á námuna en yfir 90% af öllum bleikum demöntum í heiminum koma úr þessari námu. Demanturinn verður slípaður í Perth og síðan sýndur víða um heiminn áður en hann verður seldur.

Árið 2010 var bleikur demantur, sem var tæp 25 karöt að stærð seldur fyrir 46 milljónir dollara eða yfir fimm milljarða króna. Er það hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir einstakan demant í sögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×