Viðskipti erlent

Áfram óvissa um nýtt neyðarlán til Grikkja

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hafa blásið af fund sem þeir ætluðu að halda með leiðtogum stjórnarflokka Grikklands í dag til að ganga frá samkomulagi um nýtt neyðarlán til landsins.

Í stað þess mun Jean-Claude Juncker leiðtogi ráðherranna halda símafund með þeim til að ræða stöðuna. Ástæðan fyrir þessu eru sú að grísk stjórnvöld hafa enn ekki sett fram skuldabindingar um að þau muni standa við samkomulagið og þann niðurskurð sem það felur í sér.

Á sama tíma berast fréttir um hríðversandi efnahag Grikklands. Landsframleiðsla landsins dróst saman um sjö prósent á síðasta ársfjórðungi í fyrra sem er mun meira en gert var ráð fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×