Viðskipti erlent

Meðalaldur ríkasta fólksins tæplega 70 ár

Bill Gates, er ríkastur Bandaríkjamanna. Hann er jafnframt yngstur meðal þeirra tíu ríkustu.
Bill Gates, er ríkastur Bandaríkjamanna. Hann er jafnframt yngstur meðal þeirra tíu ríkustu.
Meðalaldur tíu ríkustu einstaklinga í Bandaríkjunum í tæplega 70 ár, eða 68 og níu mánaða. Ríkasti einstaklingur Bandaríkjanna á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes er Bill Gates, stjórnarformaður og einn stofnenda Microsoft, en hann er jafnframt yngstur á listanum, 55 ára. Eignir hans eru metnar á 55 milljarða dollara eða sem nemur 6.710 milljörðum króna. Það nemur tæplega fimmfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands.

Uppfærður listi Forbes yfir ríkustu einstaklinga Bandaríkjanna er eftirfarandi:

1. Bill Gates, eignir 55 ma. dollara. Aldur 55 ára. Stjórnarformaður Microsoft.

2. Warren Buffett, eignir 39 ma. dollara. Aldur 81. Fjárfestir.

3. Larry Ellison, eignir 33 ma. dollara. Aldur 67. Forstjóri Oracle.

4. Charles Koch, eignir 25 ma. dollara. Aldur 75. Forstjóri Koch Industries.

5. David Koch, eignir 25 ma. dollara. Aldur 71. Stjórnarformaður Koch Industries.

6. Christy Walton, eignir 24,5 ma. dollara. Aldur 56. Stór eigandi Wal-Mart.

7. George Soros, eignir 22 ma. dollara. Aldur 81. Fjárfestir.

8. Sheldon Adelson, eignir 21,5 ma. dollara. Aldur 78. Spilavítarekstur.

9. Jim Walton, eignir 21,1 ma. dollara. Aldur 63. Stór eigandi Wal-Mart.

10. Alice Walton, eignir 20,9 ma. dollara. Aldur 61. Stór eigandi Wal-Mart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×