Viðskipti erlent

Undarleg þróun á olíumörkuðum heimsins

Undarleg þróun hefur átt sér stað á olíumörkuðum heimsins. Bandaríska léttolían hefur lækkað töluvert á meðan Brentolían hækkar í verði.

Þannig kostar tunnan af léttolíunni 96,5 dollara í augnablikinu og hefur verð hennar lækkað um rúm 6% undanfarin mánuð, þar af 3% á síðustu dögum. Tunnan af Brent olíunni stendur hinsvegar í 112,5 dollurum og hefur verðið ekki verið hærra síðan í annarri viku janúar s.l.

Það er talið eðlilegt að munurinn á þessum tveimur olíutegundum sé í kringum 3 til 4 dollara á tunnuna. Í dag er munurinn 16 dollarar. Ástæðan fyrir muninum á milli þessara tegunda er að Brent olían er léttari eða þynnri en sú bandaríska og því fæst meira af verðmætari olíuvörum eins og bensíni úr henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×