Viðskipti erlent

Gjaldþrot Grikklands virðist óumflýjanlegt

Gjaldþrot Grikklands virðist óumflýjanlegt en stjórnarflokkar landsins náðu ekki samkomulag um helgina um þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að landið fái nýtt neyðarlán upp á 130 milljarða evra frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Fáist þetta lán ekki mun Grikkland lenda í greiðslufalli með skuldabréf sín í næsta mánuði. Kröfuhöfum Grikklands finnst að stjórnvöld þar hafi dregið lappirnar við að koma á nauðsynlegum niðurskurði og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Án þeirra aðgerða fá Grikkir ekki neyðarlánið.

Það flækir málið að þingkosningar eru framundan í vor og raunar hafa ráðherrar í ríkisstjórn Grikklands verið ásakaðir um að hugsa meira um kosningarnar en þau verkefni sem þarf að takast á við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×