Viðskipti erlent

Japan að rétta úr kútnum

Toyota hefur náð að rétta vel úr kútnum, eftir að hafa orðið fyrir bylmingshöggi við jarðskjálftann í Japan í fyrra. Þá stöðvaðist um 40 prósent af framleiðslufyrirtækisins tímabundið.
Toyota hefur náð að rétta vel úr kútnum, eftir að hafa orðið fyrir bylmingshöggi við jarðskjálftann í Japan í fyrra. Þá stöðvaðist um 40 prósent af framleiðslufyrirtækisins tímabundið.
Efnahagur Japans heldur áfram að rétta úr kútnum eftir að hafa orðið fyrir miklu höggi er jarðskjálfti skók landið 11. mars í fyrra. Nýjar hagtölur um framleiðslu bílaframleiðenda í landinu þykja sýna að landið er á réttri leið, að því er fram kemur vef breska ríkiútvarpsins BBC.

Þannig jókst framleiðsla fyrirtækja í Japan um fjögur prósent í janúar samanborið við mánuðinn á undan. Mestu munaði um framleiðsluaukningu bílafyrirtækja. Væntingarvísitala iðnaðar í Japan er nú jákvæð um fjögur prósent sem þykir benda til þess að hagvöxtur í Japan verði í það minnsta tvö prósent á þessu ári.

Efnahagsleg staða Japans er langtum betri en spá gerðu ráð fyrir eftir jarðskjálftann í fyrra. Hann lagði mikilvæg framleiðslusvæði í rúst, þar á meðal um 40 prósent af allri framleiðslu Toyota. En fyrirtækin virðast vera búin að ná vopnum sínum, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×