Viðskipti erlent

Forstjóri Renault óttast árið 2012

Carlos Ghosn, forstjóri Renault.
Carlos Ghosn, forstjóri Renault.
Forstjóri Renault, Carlos Ghosn, segir að horfur í efnahagsmálum á þessu ári séu slæmar. Hann telur að sala á bifreiðum gæti dregist saman um tvö til þrjú prósent á árinu og jafnvel enn meira í Frakklandi heldur en annars staðar. „Þetta verður erfitt fyrir alla, ekki aðeins Renault," sagði Ghosn í samtali við Wall Street Journal.

„Áhyggjur okkar snúa raunar mest að Frakklandi. Við teljum að markaðurinn þar dragist saman um 5 til 6 prósent," sagði Ghosn.

Þjóðarleiðtogar í Evrópu, ekki síst Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands, hafa varað við því að árið 2012 verði erfitt ár fyrir Evrópu þegar kemur að efnahagsmálum. Miklar þjóðarskuldir og veikburða hagvaxtarvonir eru helstu ástæðurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×