Viðskipti erlent

Gates gefur 92 milljarða til baráttu gegn sjúkdómum

Milljarðamæringurinn Bill Gates er með gjafmildari mönnum heimsins. Nú hefur hann og eiginkona hans Melinda tilkynnt að þau muni gefa 750 milljónir dollara eða sem svarar til 92 milljarða króna í þágu baráttunnar gegn eyðni, berklum og malaríu.

Það verður gjóðgerðasjóður þeirra hjóna, Bill & Melinda Foundation sem sér um að deila út þessari gjöf. Sjálfur segir Bill að með því að aðstoða fátækasta fólk heimins sé hægt að breyta framtíð þess. Hann viti ekki um neitt verkefni sem sé mikilvægara í dag.

Þess má geta að á síðasta ári gáfu þau Bill og Melinda nær 80 milljarða króna til ýmissa góðgerðarmála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×