Viðskipti erlent

Íranir ætla að stöðva strax alla olíusölu til Evrópu

Stjórnvöld í Íran ætla sér að stöðva strax allan útflutning sinn á olíu til Evrópu. Búist er við að frumvarp þess efnis verði samþykkt á íranska þinginu um helgina.

Þetta er svar íranska stjórnvalda við þeim áformum Evrópusambandsins um að stöðva innflutning á olíu frá Íran en það bann átti ekki að taka gildi fyrr en í júlí í sumar. Það er bannið átti ekki að gilda yfir þá samninga sem þegar eru í gildi og renna ekki út fyrr en í sumar.

Olíusalan frá Íran til Evrópu nemur hálfri milljón tunna á dag. Mörg Evrópuríki, einkum sunnarlega í álfunni, munu verða hart úti ef öll olíusala frá Íran til Evrópu stöðvast. Þannig flytja Grikkir inn um þriðjung af sinni olíu frá Íran og Ítalir og Spánverjar kaupa umtalsvert af sinni olíu frá Íran.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×