Viðskipti erlent

Kaupmáttur launa rýrnar verulega í Danmörku

Ráðstöfunartekjur danskra fjölskyldna rýrnuðu um 6.000 danskar krónur eða yfir 120.000 krónur í fyrra miðað við árið 2010. Hér er miðað við fjögurra manna fjölskyldu sem á hús og bíl.

Þetta kemur fram í útreikningum sem Danske Bank hefur gert. Fjallað er um málið í Jyllandsposten en þar kemur fram að stór hluti dönsku þjóðarinnar upplifir það nú að launahækkanir halda ekki í við almennar hækkanir á verðlagi í landinu þannig að kaupmáttur launa hefur lækkað verulega.

Verðbólgan mældist 2,7% í Danmörku í fyrra á sama tíma og launahækkanir voru þær minnstu í landinu í 45 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×