Viðskipti erlent

Apple er 8. verðmætasta vörumerki veraldar

Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Apple.
Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Apple. mynd/AFP
Tæknirisinn Apple er í áttunda sæti yfir verðmætustu vörumerki veraldar. Áætlað heildarvirði fyrirtækisins er 33.49 milljarðar dollara - þannig er Apple stærri en Disney, Mercedes-Benz og Budweiser.

Það var fréttamiðillinn Bloomberg sem birti listann á mánudaginn. Þar kemur fram að virði Apple hefur stigmagnast á síðustu árum og nemur virðisaukningin tæpum 58% á hverju ári.

Árið 2010 var Apple í 17. sæti á listanum.

Hér má sjá lista yfir 10 verðmætustu vörumerki veraldar.mynd/Bloomberg
Coca-Cola er sem fyrr í efsta sæti á listanum og er heildarvirði fyrirtækisins talið vera um 71.86 milljarðar dollara.

Helsti keppinautur Apple, Microsoft, er síðan í 3 sæti með áætlað heildarvirði sem nemur 59.1 milljarð dollara. Google er síðan í 4. sæti á listanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×