Viðskipti erlent

Tölvuormur herjar á Facebook notendur

Öryggisþjónustur á netinu hafa gefið út viðvörun um að tölvuormur hafi náð að stela 45.000 lykilorðum af samskiptavefnum Facebook. Upplýsingunum hefur aðallega verið stolið af Facebook síðum í Bretlandi og Frakklandi.

Tölvuormur þessi ber heitið Ramnit og hefur verið á sveimi í netheimum síðan árið 2010. Hann hefur áður verið notaður til að stela bankaupplýsingum frá netnotendum. Í frétt um málið á BBC segir að stjórnendur Facebook séu nú að rannsaka þetta mál.

Öryggisþjónustan Seculert áætlar að Ramnit hafi sýkt um 800.000 tölvur á tímabilinu frá því s.l. haust og fram til áramóta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×